mánudagur, ágúst 17, 2009

Gestastofa á Hellnum

Nú eru vikulegu gönguferðum lokið þetta sumarið en gestastofan á Hellnum er opin alla daga frá 10-18 fram til 10. september.

Mikill fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu í sumar og hefur verið 100% aukning á gestastofuna á Hellnum. Einnig hefur verið góð þátttaka í barnastundum og flestum gönguferðunum.

Mjög gott veður var nánast allan júlímánuð og lítið rignt, var því mjög kærkomið að fá rigningu og þá sérstaklega fyrir gróðurinn.


Jökulinn, Malarrif - mynd tekin á góðviðrisdegi í júlí