Starfsfólk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls óskar þér og þínum gleðilegrar jólahátíðar og gæfu og gengis á nýju ári!
miðvikudagur, desember 23, 2009
miðvikudagur, september 09, 2009
Fuglarannsókn í þjóðgarðinum
Í sumar hefur Hákon Ásgeirsson einn af landvörðum þjóðgarðsins unnið að Bs verkefni sínu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn og Háskólaseturs Snæfellsness. Verkefnið fellst í rannsókn á ritu Rissa tridactyla, sem er algengasti bjargfuglinn í Þjóðgarðinum. Ætlunin er að reyna að komast að því hvað veldur viðkomubresti hjá ritu. Undanfarin ár hefur varp að miklu leiti misfarist hjá ritunni og er það talið stafa af fæðuskorti í sjónum umhverfis ströndina. Fylgst var með afkomu rituunga í 3 fuglabjörgum, á Arnastapa, Skálasnaga og í Keflavíkurbjargi. Vöktuð voru 40 hreiður á hverjum stað með því að farið var einu sinni í viku á tímabilinu 23 júní – 17 ágúst og ungarnir taldir í hreiðrunum. Varpið fór vel af stað, en um mitt sumar fór að bera á ungadauða á Arnastapa. Á Skálasnaga varð algjör viðkomubrestur og kom ritan engum unga á legg þar. En í Keflavíkurbjargi gekk varpið nokkuð vel og komust meiri hluti unganna þar á legg.
Einnig var fæða ritunnar skoðuð, það var gert með því að veiða fullorðna ritu með svo til gerðri stöng með lykkju á endanum sem var krækt utan um fuglinn og hann svo hífður upp á brúnina úr bjarginu. Þegar búið var að ná fuglinum var hann látin æla upp fæðunni sem ritan geymir í svokölluðum sarpi sem er staðsett í hálsinum. En þar er fæðan geymd þar til fuglinn ákveður að gefa unganum að borða. Með aðstoð annarra landvarða þjóðgarðsins gekk þetta mjög vel. Svo verður farið með þessi fæðusýni á rannsóknarstofu og þau greind.
Hvað veldur því að það sé svona mikill viðkomubrestur á Arnastapa og á Skálasnaga miðað við í Keflavíkurbjargi er hulin ráðgáta. En með áframhaldandi rannsóknum er vonast til að hægt verði að komast að því. Niðurstöður þessarar rannsóknar er að vænta í maí 2010 og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
föstudagur, september 04, 2009
Evrópski menningarminjadagurinn
Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Fjölbreytt dagskrá er á menningarminjadeginum í ár. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð.
Klukkan 14:00 mun Magnús A. Sigurðsson minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Vesturlandi vera með vettvangsferð þar sem hann kynnir fornar tóftir bæjarins Öndverðarness, í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins fer fram um land allt og má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins.
Klukkan 14:00 mun Magnús A. Sigurðsson minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Vesturlandi vera með vettvangsferð þar sem hann kynnir fornar tóftir bæjarins Öndverðarness, í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins fer fram um land allt og má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins.
mánudagur, ágúst 17, 2009
Gestastofa á Hellnum
Nú eru vikulegu gönguferðum lokið þetta sumarið en gestastofan á Hellnum er opin alla daga frá 10-18 fram til 10. september.
Mikill fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu í sumar og hefur verið 100% aukning á gestastofuna á Hellnum. Einnig hefur verið góð þátttaka í barnastundum og flestum gönguferðunum.
Mjög gott veður var nánast allan júlímánuð og lítið rignt, var því mjög kærkomið að fá rigningu og þá sérstaklega fyrir gróðurinn.

Jökulinn, Malarrif - mynd tekin á góðviðrisdegi í júlí
Mikill fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu í sumar og hefur verið 100% aukning á gestastofuna á Hellnum. Einnig hefur verið góð þátttaka í barnastundum og flestum gönguferðunum.
Mjög gott veður var nánast allan júlímánuð og lítið rignt, var því mjög kærkomið að fá rigningu og þá sérstaklega fyrir gróðurinn.

Jökulinn, Malarrif - mynd tekin á góðviðrisdegi í júlí
miðvikudagur, ágúst 05, 2009
BTCV
Sjálfboðaliðar frá BTCV komu til vinnu í gær í þjóðgarðinum. Sjálfboðaliðarnir verða hér í hálfan mánuð við ýmis störf. Meðal verkefna er að laga göngustíginn upp á Saxhól og einnig göngustíginn niður á Djúpalónssand.
miðvikudagur, júlí 29, 2009
Skátar
föstudagur, júlí 10, 2009
Ruslatínsla
Það var hress hópur ungmenna úr Vinnuskóla Snæfellsbæjar sem tók til hendinni í fjörunni við Malarrif í gær. Krakkarnir komu í einn dag í vinnu fyrir þjóðgarðinn við að tína rusl úr fjörunni og nágrenni.
Ruslið var flokkað í það sem var endurvinnanlegt og ekki. Aðeins tókst að hreinsa hluta strandarinnar þar sem ruslið reyndist það mikið en ströndin leit ólíkt betur út eftir tiltektina.
Í heild tíndi hópurinn 260 kg af rusli.

Myndin er tekin í hádegispásu þegar boðið var upp á grillaðar pilsur.
Ruslið var flokkað í það sem var endurvinnanlegt og ekki. Aðeins tókst að hreinsa hluta strandarinnar þar sem ruslið reyndist það mikið en ströndin leit ólíkt betur út eftir tiltektina.
Í heild tíndi hópurinn 260 kg af rusli.
Myndin er tekin í hádegispásu þegar boðið var upp á grillaðar pilsur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)